Hvernig sköpum við fullkomið útisvæði? Dagarnir verða bjartari og hitastigið þokast upp á við. Mörg okkar hlakka til að setjast út á veröndina og njóta vorsins, en fyrst þarf að gera hana klára! Hollráð okkar um hreinsun Hreinsaðu veröndina vel, þá þarf hún ekki jafn mikið viðhald. Áður en tréverk er meðhöndlað ætti alltaf að hreinsa það vel. Oftast er lag af óhreinindum og öðru aðskotaefni á tréverkinu og það dregur úr endingu vörunnar sem þú berð á tréverkið. Svona á að gera þetta: 1. Notaðu pallahreinsi (Terrace Cleaner) sem þú berð á með pensli eða bursta. 2. Láttu efnið liggja á timbrinu í u.þ.b. 10 mínútur, án þess að láta það þorna, og skolaðu svo timbrið með hreinu vatni þar til flöturinn er hreinn 3. Ef mikil óhreinindi eru til staðar má endurtaka meðhöndlunina 4. Láttu timbrið þorna vel áður en þú meðhöndlar það aftur 5. Þetta þarftu að nota: • Terrace Cleaner - Viðarhreinsir fyrir pallinn og tréhúsgögnin • Verkfæri til að bera efnið á • Þvottabursta • Hanska • Hlífðargleraugu • Garðslöngu eða háþrýstidælu Falleg áferð sem endist lengi Viðhald pallsins er skylduverk sem fæstum þykir sérlega skemmtilegt. Wood Tex Wood Oil Impredur ver yfirborð timbursins, en dregur um leið fram áferð og byggingu viðarins. Ætluð ending er 1-2 ár*. Þessi viðarvörn er frábær valkostur fyrir þau sem vilja fallegt útlit með mikla endingu – og þú getur notað sumardagana í eitthvað sem þér finnst skemmtilegra. *Ending yfirborðsmeðhöndlunar fer eftir gæðum og gerð timbursins, framkvæmd verksins og útsetningu fyrir veðri og vindum. Endingin gæti því reynst styttri eða lengri en tilgreint er. Lengri endingartími fleiri frístundir
Share
Download PDF file