Page number 2
Mynd til vinstri : María Gomez Mynd til hægri .: Þóra Birna Flügger kynnir litakort ársins Við kynnum litakortið „Heima með Flügger litum“, í samstarfi við Maríu Gomez og Þóru Birnu. Litakortið er safn af 30 litatónum með norrænni, látlausri fágun. Hér er að finna liti úr öllu litrófinu, allt frá mjög ljósum tónum eins og Paz White yfir í liti með spennandi áferð, svo sem KC14 Lava. Við bjóðum ykkur velkomin heim til Maríu og Þóru, sem hafa ýmsar hugmyndir fyrir stofu, eldhús, barnaherbergi og margt fleira! Heima með Þóru Birnu Veggir nýja heimilisins eru sannkallað listaverk. Hjónin völdu litaða spartlið KC14 í litnum Lava fyrir stofuna og eldhúsið. Aðrir fletir á heimilinu voru málaðir með mattri áferð í litnum 5376 Global Grey og það setur nútímalegan og fallegan svip á húsið. Stíllinn hjá Þóru Birnu einkennist af svörtum innréttingum og húsgögnum með fallegum skreytingalausnum. Heima með Maríu Gomez Í samstarfi við Flügger hannaði María sinn eigin lit, Paz Hvítan, sem setur bjartan og fallegan svip á allt heimilið, frá gólfi upp í loft. Það eru fjögur börn á heimilinu og alltaf nóg að gera og það er því mikilvægt að velja málningu sem hentar erilsömu hversdagslífi. María valdi Dekso 1 Ultramat málninguna, en það er 100% akrýlmálning sem er alveg mött og auðvelt að þrífa. Fyrir marga er nýtt ár tímabil sem hefst með óskrifuðu blaði. Ef þú ert að leita að litum og innblæstri fyrir heimilið finnurðu áreiðanlega eitthvað sem þér líkar við í nýja litakortinu okkar. Þú færð litakortið í öllum verslunum Flügger og á www.flugger.is. Þú getur líka verið viss um að færir starfsmenn okkar séu reiðubúnir að hjálpa þér að finna réttu vörurnar fyrir verkefnið þitt.
Page number 3
Hvernig sköpum við fullkomið útisvæði? Dagarnir verða bjartari og hitastigið þokast upp á við. Mörg okkar hlakka til að setjast út á veröndina og njóta vorsins, en fyrst þarf að gera hana klára! Hollráð okkar um hreinsun Hreinsaðu veröndina vel, þá þarf hún ekki jafn mikið viðhald. Áður en tréverk er meðhöndlað ætti alltaf að hreinsa það vel. Oftast er lag af óhreinindum og öðru aðskotaefni á tréverkinu og það dregur úr endingu vörunnar sem þú berð á tréverkið. Svona á að gera þetta: 1. Notaðu pallahreinsi (Terrace Cleaner) sem þú berð á með pensli eða bursta. 2. Láttu efnið liggja á timbrinu í u.þ.b. 10 mínútur, án þess að láta það þorna, og skolaðu svo timbrið með hreinu vatni þar til flöturinn er hreinn 3. Ef mikil óhreinindi eru til staðar má endurtaka meðhöndlunina 4. Láttu timbrið þorna vel áður en þú meðhöndlar það aftur 5. Þetta þarftu að nota: • Terrace Cleaner - Viðarhreinsir fyrir pallinn og tréhúsgögnin • Verkfæri til að bera efnið á • Þvottabursta • Hanska • Hlífðargleraugu • Garðslöngu eða háþrýstidælu Falleg áferð sem endist lengi Viðhald pallsins er skylduverk sem fæstum þykir sérlega skemmtilegt. Wood Tex Wood Oil Impredur ver yfirborð timbursins, en dregur um leið fram áferð og byggingu viðarins. Ætluð ending er 1-2 ár*. Þessi viðarvörn er frábær valkostur fyrir þau sem vilja fallegt útlit með mikla endingu – og þú getur notað sumardagana í eitthvað sem þér finnst skemmtilegra. *Ending yfirborðsmeðhöndlunar fer eftir gæðum og gerð timbursins, framkvæmd verksins og útsetningu fyrir veðri og vindum. Endingin gæti því reynst styttri eða lengri en tilgreint er. Lengri endingartími fleiri frístundir


