HÖLDUM TRYGGÐ VIÐ SMÁATRIÐIN Síðan 1933 hefur Skovby framleitt hagnýt hönnu nar húsgögn sem auðvelda fólki lífið. Við teljum að húsgögn sem sameina form og virkni geti skapað rými og viðbót við daglegt líf. Og þau endast lengur – jafnvel þrátt fyrir margra ára notkun. Þess vegna gerum við engar málamiðlanir þegar kemur að fagurfræði, efni eða handverki. Öll Skovby húsgögn eru framleidd í Danmörku sam kvæmt gamalli handverkshefð og úr hráefnum sem valin eru af alúð og virðingu við náttúru, umhverfi og fólk. Viður er ein sjálfbærasta og endurnýjanlega sta auðlind sem völ er á og við notum eingöngu við úr sjálfbærri skógrækt. Skovby #112 Borðinu fylgja tvær stækkanir en auk þess er hægt að kaupa tvær viðbótarstækkanir. Þannig getur borðið náð 330 cm lengd og rúmað 12–14 manns. Borðið er með stuðningsfæti sem ætti að nota þegar fleiri en 2 stækkanir eru notaðar. Í hönnun er SM112 svipað vinsælu borðunum SM26 og SM27 frá Skovby. Fætur SM112 mynda heild þegar borðið er óstækka ð og gefur það borðinu léttari svip samanborið við SM26 og SM27. 4 Notagildi borðstofunnar