BORÐ FYRIR LIFANDI HEIMILI – Á STÓRUM OG SMÁUM AUGNABLIKUM Borðstofan er hjarta heimilisins. Þar borðum við, skipuleggjum daginn og tölum um hversdagsleg augnarblik – stór og smá. Þar sitjum við ein eða söfnumst saman með fjölskyldu og vinum. Borð fyrir lifandi heimili eru borðstofuborð sem hönnuð eru til að vera hluti af fjölskyldu þinni. Bæði í hversdagsleikanum og við veisluhöld. Hjá Skovby er handverkið framar öllu. Þegar þú velur Skovby-borð færðu tímalausa húsgagnahönnun, grip sem búinn er til með væntumþykju gagnvart danskri hönnun, framúrskarandi hráefni og ríkri handverkshefð. Borð sem er hannað til að endast í mörg ár og ganga í erfðir. Svona hefur þetta verið síðan 1933. Við vitum að góð leiðsögn er mikilvæg þegar þú velur borðstofuborð. Starfsfólk Hús gagnahallarinnar getur gefið þér upplýsingar og aðstoðað við val á borðs tofuborði sem hentar þér og þínu heimili best. Við hlökkum til að sjá þig.