Mynd til vinstri : María Gomez Mynd til hægri .: Þóra Birna Flügger kynnir litakort ársins Við kynnum litakortið „Heima með Flügger litum“, í samstarfi við Maríu Gomez og Þóru Birnu. Litakortið er safn af 30 litatónum með norrænni, látlausri fágun. Hér er að finna liti úr öllu litrófinu, allt frá mjög ljósum tónum eins og Paz White yfir í liti með spennandi áferð, svo sem KC14 Lava. Við bjóðum ykkur velkomin heim til Maríu og Þóru, sem hafa ýmsar hugmyndir fyrir stofu, eldhús, barnaherbergi og margt fleira! Heima með Þóru Birnu Veggir nýja heimilisins eru sannkallað listaverk. Hjónin völdu litaða spartlið KC14 í litnum Lava fyrir stofuna og eldhúsið. Aðrir fletir á heimilinu voru málaðir með mattri áferð í litnum 5376 Global Grey og það setur nútímalegan og fallegan svip á húsið. Stíllinn hjá Þóru Birnu einkennist af svörtum innréttingum og húsgögnum með fallegum skreytingalausnum. Heima með Maríu Gomez Í samstarfi við Flügger hannaði María sinn eigin lit, Paz Hvítan, sem setur bjartan og fallegan svip á allt heimilið, frá gólfi upp í loft. Það eru fjögur börn á heimilinu og alltaf nóg að gera og það er því mikilvægt að velja málningu sem hentar erilsömu hversdagslífi. María valdi Dekso 1 Ultramat málninguna, en það er 100% akrýlmálning sem er alveg mött og auðvelt að þrífa. Fyrir marga er nýtt ár tímabil sem hefst með óskrifuðu blaði. Ef þú ert að leita að litum og innblæstri fyrir heimilið finnurðu áreiðanlega eitthvað sem þér líkar við í nýja litakortinu okkar. Þú færð litakortið í öllum verslunum Flügger og á www.flugger.is. Þú getur líka verið viss um að færir starfsmenn okkar séu reiðubúnir að hjálpa þér að finna réttu vörurnar fyrir verkefnið þitt.
Share
Download PDF file