Hlýr og mjúkur veggflötur getur verið svo margslunginn. Með KABRIC litaða spartlinu er leikur einn að mynda efnisáferð á veggina með fíngerðum strokum. Flöturinn fangar augað og bætir lifandi og fallegri vídd við heimilið. Þetta er vara sem ýtir undir sköpunargleðina og með 30 litatónum getum við örugglega öll fundið okkur liti við hæfi. Hér sérðu KABRIC í litnum Unity , sem er glæsilegur grátónn. Skoðaðu fleiri KABRIC-liti í verslunum okkar eða á flugger.is. Ef hlýir og þægilegir litir eru þinn tebolli skaltu skoða vefsíðuna okkar en undir “Góð Ráð” er að finna mikið af litainnblæstri. Þar er mikið af upplýsingum sem geta veitt þér innblástur í verkefnið þitt. Hér sérðu litinn S5020-Y50R Hubro þar sem norræn fágun, sveitarómantík og jarðlitir leika aðalhlutverk. Þetta er hlýr og sígildur litur sem breiðir út faðminn. Með aukinni inniveru á haustin er snjallræði að ákveða hvaða tilfinning þú vilt að einkenni heimilið. Hjá norðurlandabúum hafa blæbrigði í bláu lengi verið í uppáhaldi, og ekki að ástæðulausu. Blátónar hafa róandi áhrif á okkur og þá er afar þægilegt að hafa í sínu nánasta umhverfi. Sumt fólk óttast að bláir litir skili kuldalegri upplifun en staðreyndin er sú að hjá okkur færðu mikið úrval blátóna með hlýlegum undirtónum. Þetta er metsöluvaran S6020-B Lerke með Dekso 1 Ultramatt-málningu sem skilar flottri og mattri lokaáferð. Liturinn tónar vel við svarta innanstokksmuni en einnig við ljósari við og náttúruefni. Ef þú ert meira fyrir ljósari og sígildari liti skaltu endilega skoða ljósbrúnu litatónana okkar. Með slíka litatóna á veggjunum er einfalt mál að draga nýja stemningu og annan stíl fram á heimilinu, allt eftir árstíð. Þetta er liturinn 5364 Mindful Greige . Ef þú vilt fara í umfangsminni breytingar gerir gæfumuninn að strjúka pensli yfir húsgögn sem mega muna sinn fífil fegurri. Með Interior High Finish-málningunni öðlast húsgögnin nýtt líf – og í leiðinni undirstrika þau árstíðina hverju sinni. BLS. 3
Download PDF file