Page number 4
Mynd til vinstri: Litur U-743 Skagengul Mynd til hægri: Litur U-702 Havsalt Hvernig á að velja rétta litinn á húsið að utan? Ertu að leita að fullkomna litnum fyrir húsið eða sumarbústaðinn? Hér höfum við tekið saman bestu ráðin okkar sem gætu verið þess virði að hafa í huga áður en þú byrjar. Það getur verið erfitt að finna fullkomnu litasamsetninguna fyrir þig, því við bjóðum svo mörg litakort og árstíðabundna liti. Við ráðleggjum þér að hafa tvennt í huga: byggingarstíl og umhverfi og einstaklingsbundna litaskynjun. fallegra að velja til dæmis ljósbrúnan, eins og U-766 Sandstorm, eða U-771 Grå Leire. Nánasta umhverfi hússins getur einnig haft mikil áhrif á það hvernig við skynjum liti. Gefðu því sérstaklega gaum hvort þú býrð á gróðursælu svæði, t.d. nálægt skógi, eða hvort húsið verður fyrir mikilli svifryksmengun frá fjölförnum vegum í grenndinni. Þá getur verið sniðugt að forðast ljósustu litina, til að tryggja að útkoman verði falleg yfir margra ára skeið. Byggingarstíll og umhverfi Heimilið þitt og umhverfi þess hafa mikið að segja þegar kemur að því að velja rétta litinn á húsið að utan. Þá getur verið gott að skoða byggingarstílinn og byggingartímabilið sérstaklega. Ef húsið þitt er til dæmis í „fúnkís“- stíl með beinum, fíngerðum línum fer yfirleitt vel á að velja hlutlausa liti, svo sem mattan svartan, hvítan eða gráan, svo sem U-738 Ebony. Ef húsið er hins vegar í hefðbundnari stíl er Farðu í skoðunarferð hringinn í kringum húsið og hugaðu sérstaklega að þeim útlitsþáttum sem ekki á að breyta. Ef hús nágrannans stendur þétt upp við þitt gæti líka verið gott að taka mið af litatónunum á því húsi, til að tryggja samræmi og fallega lokaútkomu. Ekki hika við að biðja starfsmann hjá Flügger um aðstoð við að finna liti á þil, karma og lista, húsgrunn og ytra byrði. Við aðstoðum þig fúslega!
Page number 5
Skynjun lita Vissir þú að á ytra byrði húsa eru litir bæði bjartari og sterkari en þeir virðast vera á litakortinu? Margir halda að það sé einmitt þveröfugt. Við mælum því með að þú veljir lit sem virðist aðeins dekkri á litakortinu en liturinn sem þú vilt á húsið. Það gæti líka verið skynsamlegt að forðast liti sem virðast mjög sterkir á litasýnum og velja frekar dálítið mildari liti. Það er vegna þess að litirnir virðast yfirleitt sterkari þegar þeir eru komnir á utanhússvegg, þannig að ljósgulur getur orðið skærgulur, en brúngullinn litatónn birst eins og sefandi gulur. Við hjá Flügger ráðleggjum alltaf að gera litaprufu á nokkuð stórum fleti. Þetta á bæði við innandyra og að utanverðu. Litir og hvernig við skynjum þá ræðst meðal annars af umhverfinu næst litunum og birtunni hverju sinni. Með litaprufu er hægt að skoða hvernig liturinn birtist á veggnum og ekki síst hvernig blæbrigðin breytast frá morgni til kvölds. Finnst þér liturinn jafn fallegur á þungbúnum rigningardegi og á heiðríkum sólskinsmorgni? Þá ert þú kannski búin(n) að finna rétta litinn fyrir þitt heimili. Mundu líka að það er auðvelt að verða „litblindur“ af því að fara í gegnum það gríðarlega úrval litatóna sem eru í boði á markaðnum. Mörgum finnst mjög erfitt að átta sig á því hvernig litur á litakorti gæti komið út á risastórum húsvegg. Ef þú átt leið framhjá húsi í lit sem þér þykir fallegur skaltu endilega smella mynd af húsinu til að eiga sem innblástur. Þá skaltu líka taka eftir litunum sem eru á t.d. körmum og listum og húsgrunninum og umhverfinu í kringum húsið. Þetta getur komið sér vel seinna, þegar þú stendur í málningarversluninni og þarft að velja. Finndu fullkomna litinn á húsið að utan á vefsvæðinu okkar en skoðaðu sýnishornin í versluninni með aðstoð starfsmanna okkar. Við aðstoðum þig líka við að velja réttu viðarvörnina fyrir þitt verkefni. Mynd: Litur U-737 Lavastein






