Page number 2
Verndaðu tréverkið, þig og fólkið þitt og umhverfið um leið Þú þarft ekki að velja á milli endingar eða umhverfisverndar þegar þú velur viðarvörn fyrir tréverkið. Flügger Wood Tex er gæðaprófuð, umhverfismerkt viðarvörn sem heldur tréverkinu í toppstandi og endist árum saman. Flügger Wood Tex fæst bæði hálf-þekjandi og þekjandi og veitir frábæra vörn gegn myglu og óhreinindum. Þetta eru auk þess vatnsleysanlegar vörur, en það þýðir að þú ert líka vel varin(n) við vinnuna. Mundu að ef frekari spurningar vakna um kostina við að bera Flügger Wood Tex á tréverkið utanhúss er starfsfólk í verslunum okkar alltaf tilbúið að svara. Svansmerkið stendur fyrir umhverfisvernd og gæði Nánast allar vörurnar í Wood Tex-línunni eru Svansmerktar og seldar í umbúðum úr 50% endurunnu plasti. Þetta rómaða norræna umhverfismerki er trygging þín fyrir því að Flügger Wood Tex fari mjúkum höndum um bæði þig og umhverfið, enda eru þetta með umhverfisvænustu vörunum í sínum flokki. Svansmerktar vörur uppfylla strangar umhverfiskröfur á öllum framleiðslustigum og líftíma vörunnar – og þær kröfur gilda einnig um málningarleifar og umbúðir. Kröfurnar sem Svansmerktar vörur þurfa að uppfylla skila einnig frábærum vörum með löngum endingartíma. Vara sem endist lengi orsakar minna álag á umhverfið vegna framleiðslu nýrrar vöru og sorpflokkunar. Varanleg og vönduð útkoma, það er það sem þú vilt og það er það sem þú færð með Flügger Wood Tex. VERNDAÐU ÞAÐ SEM ÞÉR ÞYKIR VÆNT UM
Page number 3
FARÐU VEL AF STAÐ. ÞAÐ ER SÁRAEINFALT. Fáðu ráðleggingar um timbur og viðarvörn í stafrænum töfraheimi Flügger Wood Tex á netinu. U-719 Beach Dune U-792 Blue Antique U-744 Empire Yellow U-793 Thunder Blue U-745 Antique Red U-759 Tradtional Green

